

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult á Íslandi leitar að metnaðarfullum byggingarverk- eða tæknifræðingi á mannvirkjasvið fyrirtækisins. Starfið er mjög fjölbreytt og áhugavert.
Norconsult á Íslandi er partur af alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki og jafnframt stærstu verkfræðistofu Noregs með um 7000 starfsmenn þar sem verkefnin spanna frá skipulagi innviða til verkfræði og arkitektúrs. Á Íslandi starfa um 25 manns við verkfræði og að auki 60 við arkitektúr, fyrirtækin eru rekin sem sjálfstæðar einingar á tveimur starfsstöðvum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna í verkefnum tengt burðarþoli og verkeftirliti
- Verkefnastjórnun og miðlun verkefna
- Verkefnaöflun & Teymisstjórnun
- Ráðgjöf í tengslum við hönnun mannvirkja
- Samskipti við verktaka, hönnuði og aðra hagaðila
- Framvindueftirlit, verkfundir og úttektir
- Gerð útboðsgagna og verklýsingar
Menntunar- og hæfniskröfur
- > 15 ára starfsreynsla
- Háskólamenntun í byggingarverk- eða tæknifræði
- Löggiltur mannvirkjahönnuður
- Leiðtogahæfni, drifkraftur og metnaður
- Góð þekking á íslenskum byggingamarkaði
- Iðnmenntun / starfsreynsla við byggingaframkvæmdir er kostur
Fríðindi í starfi
Hreyfistyrkur, samgöngustyrkur, símastyrkur ásamt símaáskrift og heimanettengingu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið er að megninu í eigu starfsmanna sinna og býðst öllum starfsmönnum árleg fríðindi til hlutabréfakaupa í fyrirtækinu á sérkjörum. Sveigjanlegur vinnutími í vinalegu umhverfi og í hjarta Kópavogs.
Nánari upplýsingar um vinnustaðinn www.norconsult.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir: Þorgeir Hólm Ólafsson, [email protected]













