

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra/Deildarstjóri
Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra dagdvalarþjónustu fyrir aldraða.Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri dagdvalanna og faglegri framkvæmd þjónustunnar. Í starfinu felst m.a. samhæfing verkferla, leiðtogahlutverk innan starfsliðsins, þverfaglegt samstarf og mannauðsmál í samvinnu við teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu.Dagdvalir aldraðra eru hluti af þjónustu Velferðarsviðs Reykjanesbæjar og eru reknar á tveimur stöðum: Á Nesvöllum og í Selinu.Markmið dagdvalanna er að styðja við aldraða í því að búa sem lengst á eigin heimili og rjúfa félagslega einangrun. Einnig er lögð áhersla á að viðhalda og efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu dvalargesta.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
- Umsjón með daglegum rekstri dagdvalanna
- Fagleg ábyrgð á þjónustu
- Yfirumsjón með ráðningum, mönnun og fræðslu starfsfólks
- Ráðgjöf og stuðningur við dvalargesti og aðstandendur
- Skráningar og upplýsingamiðlun
- Þátttaka í stefnumótun og þróun þjónustu við aldraða
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af stjórnun er æskileg
- Þekking og reynsla af þjónustu við aldraða er æskileg
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og færni í teymisvinnu
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó












