Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra/Deildarstjóri

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra dagdvalarþjónustu fyrir aldraða.Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri dagdvalanna og faglegri framkvæmd þjónustunnar. Í starfinu felst m.a. samhæfing verkferla, leiðtogahlutverk innan starfsliðsins, þverfaglegt samstarf og mannauðsmál í samvinnu við teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu.Dagdvalir aldraðra eru hluti af þjónustu Velferðarsviðs Reykjanesbæjar og eru reknar á tveimur stöðum: Á Nesvöllum og í Selinu.Markmið dagdvalanna er að styðja við aldraða í því að búa sem lengst á eigin heimili og rjúfa félagslega einangrun. Einnig er lögð áhersla á að viðhalda og efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu dvalargesta.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegum rekstri dagdvalanna
  • Fagleg ábyrgð á þjónustu
  • Yfirumsjón með ráðningum, mönnun og fræðslu starfsfólks
  • Ráðgjöf og stuðningur við dvalargesti og aðstandendur
  • Skráningar og upplýsingamiðlun
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun þjónustu við aldraða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Þekking og reynsla af þjónustu við aldraða er æskileg
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og færni í teymisvinnu
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti
Hlunnindi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Utworzono ofertę pracy10. April 2025
Termin nadsyłania podań24. April 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Njarðarvellir 4, 260 Reykjanesbær
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Ogólne umiejętności technicznePathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Zdolności kierowniczePathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.OrganizacjaPathCreated with Sketch.Elastyczność
Zawody
Oznaczenia