
Uppgjörsaðili
Bakland endurskoðun og ráðgjöf ehf., óskar eftir að ráða skemmtilegan einstakling með mikla reynslu og þekkingu í starf við uppgjör, ársreikningagerð og verkstýringu í bókhaldi.
-
Gerð ársreikninga, milliuppgjöra, framtalsgerð, áætlanir og greiningar.
-
Yfirumsjón með bókhaldi viðskiptavina, bera ábyrgð á skipulagi bókhalds og að vinnubrögð séu í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.
-
Yfirumsjón með afstemmingum banka, viðskiptareikninga, skatta og annarra efnahagsliða.
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun er kostur.
-
Mjög góð reynsla af bókhaldsstörfum og góð bókhaldsþekking er skilyrði.
-
Mjög góð þekking á helstu bókhaldskerfum.
-
Þekking á rafrænum vinnuferlum skilyrði.
-
Góð tölvufærni, sérstaklega í Excel er skilyrði.
-
Þekking og reynsla í notkun á gervigreindarforritum er kostur
-
Nákvæmni, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
-
Traust og góð hæfni í mannlegum samskiptum
-
Jákvæðni og frumkvæði
-
Góð kunnátta í íslensku og ensku











