
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Norðurmiðstöð auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra við samþætta þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðings á Sléttuvegi. Um er að ræða tímabundið starf í fullu starfi á dagvinnutíma, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Á Sléttuvegi starfar þéttur og samheldinn hópur hjúkrunarfæðinga og sjúkraliða við samþætta þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Samvinna og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Hér er lögð rík áhersla á teymisvinnu, samráð og styðjandi starfsumhverfi. Sífellt er verið að vinna að umbótum og er starfið einstakt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja fjölbreytni og áskorun í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Teymisstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
- Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu teymisins
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
- Vitjar skjólstæðinga og sinnir sérhæfðri hjúkrun
- Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
- Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
- Samskipti við heilbrigðisstofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af stjórnun og teymisvinnu kostur
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Sund-og menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
Utworzono ofertę pracy5. November 2025
Termin nadsyłania podań19. November 2025
Znajomość języków
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
PielęgniarkaAdministracja publicznaPraca zespołowa
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (5)

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í skaðaminnkandi íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Podobne oferty pracy (12)

Hjúkrunarfræðingur í teymið okkar
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Laus störf við umönnun
Mörk hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

OK leitar að tæknileiðtoga netlausna
OK

Hjúkrunarfræðingur – Aðstoðardeildarstjóri, Sóltún Heilsusetur.
Sóltún Heilsusetur

Hjúkrunarfræðingur í þrýstisokkamælingar
Stoð

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Laugarás (Tímabundið starf)
Hrafnista

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Dagvinna á Laugarásnum meðferðargeðdeild
Landspítali

Art Producer
CCP Games

Ráðgjafi VIRK á Akureyri
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið