

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Norðurmiðstöð auglýsir eftir drifandi og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi í 100% starf teymisstjóra heimahjúkrunar. Um tímabundið starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.september nk.
- Ert þú hjúkrunarfræðingur með leiðtogahæfileika í leit að nýjum og ferskum áskorunum?
- Viltu sinna fjölbreyttum hópi fólks víðsvegar um borgina, þar sem verkefnin spanna allt litróf hjúkrunar?
- Viltu fá tækifæri til að leiða sérhæfða hjúkrunarþjónustu til fólks í borginni og kynnast þeirri fjölbreytni sem starfið býður upp á ?
- Viltu upplifa töfra þess að hjúkra fólki í þeirri eigin umhverfi?
- Viltu kynnast því hvernig er að starfa við og stýra hjúkrun í samþættri heimaþjónustu?
- Viltu taka þátt í að þróa og innleiða nýjar leiðir til að veita heilbrigðsþjónustu í umhverfi sem tekur sífelldum breytingum?
Ef svarið er JÁ- þá ert þú tilvalinn liðsmaður til að taka þátt í að móta framtíðar heimaþjónustu í breyttu landslagi heilbrigðiskerfisins.
Ef þú vilt hoppa á vagninn-skelltu þá inn umsókn!
Reykjavíkurborg er leiðandi í samþættri heimaþjónustu og veitir þjónustu í fremstu röð. Við í Norðurmiðstöð leitum að hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra til að ganga til liðs við okkar frábæra starfsmannahóp.
Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla- og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi. Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. innleiðing velferðartækni.
- Umsjón með starfsemi teymis og þeirra hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
- Fagleg ábyrgð á hjúkrun til notenda
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
- Er þátttakandi í þróun og innleiðingu velferðartækni
- Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
- Er tengiliður í þverfaglegu samstarfi
- Samskipti við heilbrigðisstofnanir og aðra fagaðila
Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Íslensk hjúkrunarleyfi
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálarammann
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Reynsla af teymisvinnu og af útdeilingu verkefna
- Þekking á sjúkraskrárkerfi SÖGU
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Ökuréttindi
- Reynsla af öldrunarhjúkrun og/eða hjúkrun langveikra æskileg
- Reynsla af stjórnun æskileg
- Þekking og reynsla af RAI mælitæki æskileg
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
- 36 stunda vinnuvika
- Mötuneyti
- Fjölskylduvænt starfsumhverfi


















