Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Tækniþjónustustjóri á umhverfis- og skipulagssviði

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að leiða tækniþjónustu á skrifstofu borgarlandsins. Um nýtt starf er að ræða en megin hlutverk tækniþjónustustjóra verður að samræma þá þjónustu borgarinnar sem tryggir að innviðir borgarlandsins haldist öruggir á öllum árstímum samhliða því að vera bæði rekstrarhæfir og hagkvæmir. Í því felst að hafa yfirumsjón með rekstri og viðhaldi á stýrikerfum borgarinnar, þ.m.t. umferðaljósum, gatnalýsingu og hitakerfum fyrir göngu og hjólaleiðir. Auk skipulagningu og framkvæmd árstíðarbundinna verkefna á borð við götuhreinsun, grasslátt og vetrarþjónustu.

Við leitum að einstaklingi með ríka forystu- og samskiptahæfileika, styrkleika á sviði reksturs, sterka tæknikunnáttu, metnað og færni til að leiða þjónustuumbætur á nýrri starfseiningu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir og þróar þjónustu sem tengist tæknikerfum borgarinnar og tryggir að hún sé fagleg og skilvirk.
  • Fagleg stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og daglegra verkefna sem heyra undir eininguna.
  • Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu einingarinnar og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
  • Stuðlar að öruggu vinnuumhverfi og byggir upp öfluga liðsheild og góðan starfsanda.
  • Leiðandi hlutverk og þátttaka í starfshópum innan og utan Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi í viðeigandi fagi, t.d. tæknigreinum, verkfræði, rekstri eða viðskiptum. 
  • Viðbótarmenntun í stjórnunarfræðum er kostur.
  • Stjórnunarreynsla og mikil hæfni í mannlegum samskiptum. 
  • Sterk tæknileg færni og þekking á rafmagnsmálum. Þekking á tækniinnviðum borgarinnar eða annarra sveitarfélaga er kostur. 
  • Greiningar- og skipulagshæfni, frumkvæði og þjónustuhugsun.
  • Íslenskufærni C1-C2 skv. samevrópska tungumálarammanum og enskufærni B2-C1.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur. 
Utworzono ofertę pracy16. April 2025
Termin nadsyłania podań5. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Stórhöfði 9, 110 Reykjavík
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Zdolności kierowniczePathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.Organizacja
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia