Flataskóli
Flataskóli
Flataskóli

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Flataskóla

Um er að ræða 70 - 80% starf á starfstíma skóla.
Í Flataskóla starfa um 300 nemendur í 1. - 7. bekk og um 50 starfsmenn. Þar ríkir faglegur metnaður og námsmenning leiðsagnarnáms er þar leiðandi. Skólinn er einnig Réttindaskóli Unicef og rík áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti milli allra aðila skólasamfélagsins.
Gott andrúmsloft, umhyggja og góður námsárangur er sameiginlegur metnaður starfsfólks. Í skólanum er gott samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.
Sýn Flataskóla er að í skólanum sé ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa.
Áhersla á S-in fimm seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd á að vera sýnileg í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og gæsla í íþróttaklefa.
  • Fylgjast með samskiptum nemenda og grípa inní þar sem þörf er á.
  • Vinna með kennurum í að skapa jákvætt andrúmsloft í íþróttum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum er æskileg
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 skv. evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Utworzono ofertę pracy10. September 2025
Termin nadsyłania podań22. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.SumiennośćPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.Punktualność
Zawody
Tagi zawodowe