
Stjórnandi skólahljómsveitar Grafarvogs
Stjórnandi Skólahljómsveitar Grafarvogs – spennandi tækifæri til uppbyggingar og forystu í tónlistarmenntun barna.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir lausa til umsóknar stöðu stjórnanda Skólahljómsveitar Grafarvogs. Leitað er að leiðtoga með skýra sýn og ástríðu fyrir tónlistarmenntun sem vill taka virkan þátt í að þróa öflugt og skapandi skólastarf.
Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir sem starfa í Vesturbæ-Miðbæ, Austurbæ, Árbæ-Breiðholti og Grafarvogi. Hljómsveitirnar heyra undir skóla- og frístundasvið borgarinnar og starfa samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, eftir menntstefnu borgarinnar og stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík.
Skólahljómsveitir Reykjavíkur gegna lykilhlutverki í að tryggja öllum börnum og ungmennum aðgang að gæða tónlistarnámi – óháð búsetu og félagslegum aðstæðum. Meginmarkmið starfseminnar er að jafna tækifæri til tónlistarnáms og efla hæfni nemenda til að flytja, skapa og njóta tónlistar. Á sjötta hundrað nemendur stunda nám í skólahljómsveitunum og eru þær virkur þátttakandi í menningarlífi borgarinnar, með reglulegum tónleikum og þátttöku í hverfahátíðum og borgarviðburðum.
Skólahljómsveit Grafarvogs, sem hefur aðsetur í Húsaskóla, sinnir kennslu barna á grunnskólaaldri í þremur blásarasveitum þar sem kennt er á öll helstu blásturshljóðfæri, slagverk og rafbassa – allt í anda hefðbundinnar blástursveitaskipunar. Sérstök áhersla er lögð á að styðja nemendur í undirbúningi fyrir virka þátttöku í hljómsveitarstarfi. Hljómsveitin er mikilvægur þátttakandi í listalífi hverfisins og býður fjölbreytt tækifæri til skapandi þróunar og samstarfs.
Við leitum að stjórnanda sem:
- Hefur metnað til að byggja upp og efla faglegt starf skólahljómsveitarinnar
- Skilur mikilvægi tónlistar í lífi barna og samfélagsins
- Býr yfir hæfni til að leiða sveitina inn í næsta kafla með fagmennsku, skýrri framtíðarsýn og samvinnu að leiðarljósi
- Listræn forysta og framkvæmd stefnu Skólahljómsveita Reykjavíkur.
- Sprotastjórnun hljómsveita.
- Móta stefnu og áherslur skólahljómsveita í samvinnu við stjórnendur.
- Ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagi, daglegri starfsemi og faglegri þróun sveitarinnar.
- Ábyrgð á starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
- Skipulag og framkvæmd kennslu í nánu samstarfi við kennara og samstarfsaðila.
- Þátttaka í samstarfi við skóla, foreldra og samfélagið í kring.
- Virk þátttaka í þróunarverkefnum skóla- og frístundasviðs.
- Lokapróf á blásturshljóðfæri eða öðru hljóðfæri innan starfssviðs sveitarinnar.
- Framhaldsmenntun æskileg.
- Reynsla af hljómsveitarstjórn, kennslu og vinnu með börnum.
- Leiðtogahæfni, skipulagshæfileikar og frumkvæði.
- Þekking á rekstri og fjármálum æskileg.
- Lipurð í samskiptum og góð tækni- og tölvukunnátta.
- Reykjavíkurkort (menningar- og sundkort)
- Samgöngustyrkur
- Heilsuræktarstyrkur









