Sveitarfélagið Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð

Starfsfólk í íþróttamiðstöð - Dalabyggð

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 6 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll.

Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu og meðferðarherbergi til útleigu ásamt útisundlaug með heitum pottum, vaðlaug, sauna og köldu keri. Í húsinu verður hægt að iðka ýmsar íþróttir, bæði æfingar og keppni. Mætt er kröfum til keppni í körfubolta og sundi.

Íþróttamiðstöðin stendur í kjarna Búðardals í nálægð við grunn- og leikskóla. Í Dalabyggð eru m.a. stundaðar æfingar barna í fótbolta, handbolta, fimleikum og glímu. Einnig eru mikil tækifæri til útivistar og utan skipulagðs íþróttastarfs er einnig að finna tómstunda- og klúbbastarf fyrir fólk á öllum aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar.
  • Klefa- og sundlaugargæsla, eftirfylgni með umgengnisreglum.
  • Almenn þrif og ræstingar innanhúss og á laugarsvæði.
  • Halda húsnæði og aðkomu að því snyrtilegu.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Reynsla af þjónustustarfi er kostur.
  • Tölvukunnátta.
  • Æskilegt er að viðkomandi geti tjáð sig bæði á íslensku og ensku.
  • Gerð er krafa um ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi, snyrtimennska, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
  • Lámarksaldur umsækjanda er 18 ára.
  • Starfsfólk þarf að standast hæfnispróf skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, sjá upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar um hæfnispróf starfsmanna sundlauga. Vinnuveitandi skipuleggur og greiðir fyrir hæfnispróf.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
Utworzono ofertę pracy23. October 2025
Termin nadsyłania podań10. November 2025
Znajomość języków
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
islandzkiislandzki
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Miðbraut 8, 370 Búðardalur
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.RecepcjaPathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.SchludnośćPathCreated with Sketch.PunktualnośćPathCreated with Sketch.PływaniePathCreated with Sketch.Nastawienie do klienta
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe