Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk

Við hjá Velferðarsviði Mosfellsbæjar leitum að öflugum og framsæknum starfsmönnum til liðs við okkur á nýjasta kjarna Mosfellsbæjar fyrir fatlað fólk með flóknar stuðningsþarfir. Um fyrsta kjarna þessarar tegundar er að ræða hjá Mosfellsbæ og því frábært tækifæri.

Um er að ræða starf í 50-100% starfshlutfalli.

Gert er ráð fyrir því að starfsmenn vinni aðra hvora helgi í mánuði. Um er að ræða sólarhringsþjónustu á heimili fólks svo mikill kostur er ef fólk getur unnið fjölbreyttar vaktir.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hlutverk starfsmannsins er að styðja við og veita íbúum aðstoð við daglegar athafnir, félagslega virkni og stuðning til sjálfshjálpar. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og er markmið okkar að öll fái framúrskarandi þjónustu. Í því felst að aðstoða íbúa við dagleg störf, að halda heimili, stunda vinnu og njóta menningar- og félagslífs. Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og valdeflingar. Við störfum samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk nr.38/2018.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Góð almenn menntun

· Áhugi á málefnum fatlaðs fólks

· Reynsla af starfi með fötluðu fólki mikill kostur

· Þekking á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn kostur

· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi

· Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi

· Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri

· Góð íslenskukunnátta skilyrði

· Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi

· Hreint sakavottorð

Fríðindi í starfi

Hjá Mosfellsbæ er unnið samkvæmt betri vinnutíma í vaktavinnu og ýmis hlunnindi í boði fyrir starfsfólk. Þar má nefna samgöngustyrk, líkamsræktarstyrk og sundkort.

Utworzono ofertę pracy1. August 2025
Termin nadsyłania podań18. August 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Úugata 1
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.UczciwośćPathCreated with Sketch.Bez kryminalnej przeszłościPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Sprawność fizycznaPathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.Prawo jazdyPathCreated with Sketch.Opieka (dzieci/seniorzy/niepełnosprawni)PathCreated with Sketch.praca pod presjąPathCreated with Sketch.Cierpliwość
Środowisko pracy
Odpowiada
Zawody
Tagi zawodowe