

Söluráðgjafi hugbúnaðarlausna
Hefur þú áhuga á upplýsingatækni og vilt hjálpa fyrirtækjum að nýta hana til að ná árangri? Hugbúnaðarlausnir Advania leita að kraftmiklum sölufulltrúa til að taka virkan þátt í sölustarfi þar sem nýjar lausnir, góð þjónusta og þekking á viðskiptum skipta öllu máli.
Þú munt vinna náið með viðskiptavinum, ráðgjöfum og birgjum til að finna og útfæra réttu lausnirnar. Ef þú ert lausnamiðaður, átt auðvelt með að mynda traust sambönd og hefur skilning á hvernig tækni getur skapað virði — þá viljum við heyra frá þér!
Ábyrgðarsvið
- Samskipti við viðskiptavini, greining á þörfum þeirra og smíði frumgerða að lausnum
- Kynning og sala lausna í samræmi við þarfir viðskiptavina
- Þátttaka og samræming markaðsstarfs
- Uppbygging og viðhald traustra viðskiptasambanda
- Taka þátt í kynningum, tilboðsgerð og samningaviðræðum
- Náin samvinna með birgjum, lausnasérfræðingum, stjórnendum og öðrum innan Advania
- Fylgjast með þróun á markaði og stuðla að markvissri framsetningu lausna
Hugbúnaðarlausnir Advania
Hjá Hugbúnaðarlausnum starfar öflugur hópur sérfræðinga sem aðstoðar stærri fyrirtæki og stofnanir við að ná árangri með samþættum upplýsingatæknilausnum. Við bjóðum bæði eigin lausnir og lausnir frá alþjóðlegum leiðandi aðilum eins og Salesforce, Oracle og IBM.
Þekking og reynsla
- Reynsla af sölu eða ráðgjöf í tengslum við upplýsingatækni eða stafrænar lausnir
- Geta til að sjá hvernig leysa má viðskiptalegar hindranir með tækni
- Skilningur á hvernig tækni getur skilað viðskiptalegu virði
- Frábær samskipta- og samningahæfni
- Drifkraftur og sjálfstæði í starfi
- Gott vald á íslensku og ensku
Við bjóðum
- Tækifæri til vinna með beittu teymi sölusérfræðinga
- Spennandi starfsvettvang þar sem markmið okkar er að skapa verðmæti með snjallri notkun upplýsingatækni
- Sterka liðsheild þar sem fagmennska, metnaður og jákvæð menning ríkir
Hjá okkur færðu tækifæri til að veita framúrskarandi þjónustu byggða á djúpri þekkingu ásamt fjölbreyttu úrvali af viðurkenndum lausnum. Komdu í okkar metnaðarfulla lið þar sem nýsköpun, fagmennska og hágæða þjónusta ráða ríkjum.













