
Sölu og þjónustufulltrúi
Nítro Sport ehf. leitar að starfskrafti í líflegt og skemmtilegt starf sölu- og þjónustufulltrúa í verslun okkar að Urðarhvarfi 4 í Kópavogi
Ásamt þvi að Nitro Sport ehf. sé líklega með mesta úrval af mótorsport tengdum vörum og varahlutum þá erum við einnig að selja og þjónusta, mótorhjól, fjórhjól og buggybíla. Þekking eða áhugi á þeim tækjum og sporti er mikill kostur, en alls ekki nauðsynlegt.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Sala vöru- og þjónustu
· Svara fyrirspurnum og erindum sem berast
· Verðáætlanir og tilboð
· Samskipti við viðskiptavini og birgja
· Eftirfylgni þjónustubeiðna
· Eftirfylgni útistandandi sölupantana
· Útskrift reikninga
· Tímabókanir á verkstæði
Menntunar- og hæfniskröfur
· Stúdentspróf eða iðnmenntun sem nýtist í starfi kostur
· Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
· Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
· Snyrtimennska og stundvísi
· Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
· Færni í notkun upplýsingatæknikerfa Windows og reynsla í DK bókhaldi er kostur
· Gilt bílpróf
· Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
Vinnutími er mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 - 18:00
Við hvetjum alla sem uppfylla hæfniskröfur að sækja um óháð kyni.
Stúdentspróf eða iðnmenntun sem nýtist í starfi kostur













