Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitar að sjúkraliða í vaktavinnu og dagvinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld- og helgarvaktir eða dagvinnu, starfshlutfall er 50-90% eða samkvæmt samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið sjúkraliða í heimahjúkrun er að veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum. Sjúkraliðar bera ábyrgð á að vinna samkvæmt hjúkrunaráætlun sem lögð er til grundvallar hjúkrunarmeðferð skjólstæðinga. Sjúkraliðar veita skjólstæðingum og aðstandendum þeirra leiðbeiningar og fræðslu. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Sjúkraliði vinnur náið í teymi með öðrum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum þar sem teymisstjóri sem er hjúkrunarfræðingur fer fyrir teyminu. Sjúkraliði sinnir einnig öðrum verkefnum sem þeim er falið af teymisstjóra ásamt því að taka þátt í þróunarverkefnum og gæðastarfi innan stofnunar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi 
  • Reynsla af heimahjúkrun æskileg 
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Faglegur metnaður og áhugi á að vinna við heimahjúkrun 
  • Sjálfstæði í starfi 
  • Gilt ökuleyfi 
  • Hreint sakavottorð 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
Utworzono ofertę pracy7. August 2025
Termin nadsyłania podań25. August 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Miðhraun 4, 210 Garðabær
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.AmbicjaPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.RatownikPathCreated with Sketch.OrganizacjaPathCreated with Sketch.Praca zespołowa
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe