

Sérkennslustjóri óskast í leikskólann Læk
Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða háskólamenntuðum starfsmanni með aðra sambærilega menntun til starfa sem sérkennslustjóri. Hlutverk sérkennslustjóra er að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum. Í Læk starfar faglegur og framúrskarandi starfsmannahópur sem vinnur saman að því að gera góðan leikskóla enn betri.
Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Í Læk er unnið með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum.
Starfshlutfall er 100% og óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)
Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfræði, umhyggja og virðing.
Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra
Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
Vinnur í nánu samstarfi við deildastjóra, foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim
Er tengiliður farsældar samkvæmt farsældarlögum
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsnám í sérkennslufræðum eða öðru því sem nýtist í starfi
Góð íslenskukunnátta - skilyrði
Ábyrgð, áreiðanleiki og jákvæðni
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð vinnubrögð
Lágmark tungumálakunnátta er C1
islandzki










