
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Sérfræðingur - þróun á aksturs- og þjónustukerfi
Við leitum að drífandi, áreiðanlegum og jákvæðum einstaklingi sem vill taka þátt í að viðhalda og þróa ennfrekar aksturs- og þjónustukerfið okkar. Kerfið spilar mikilvægt hlutverk við rekstur félagsins.
Ef þú ert lausnamiðaður einstaklingur, fær í að skipuleggja og góður í samskiptum þá viljum við endilega heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í þróun og prófunum á kerfinu
- Lagfæringar og breytingar á uppsetningu kerfis
- Fræðsla og kennsla fyrir starfsfólk um notkun kerfisins
- Samskipti við starfsfólk um úrlausn vandamála
- Umsjón með notenda- og aðgangsmálum
- Samskipti við erlenda birgja og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Góðir samskiptahæfileikar
- Jákvæðni og þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á tæknilausnum
Utworzono ofertę pracy1. October 2025
Termin nadsyłania podań15. October 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
Ogólne umiejętności techniczneSzybko się uczęInicjatywaAmbicjaSumiennośćSamodzielność w pracyOrganizacjaPraca zespołowaNastawienie do klienta
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (12)

Bókhaldsfulltrúi Fagkaupa
Fagkaup ehf

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum
Steypustöðin - námur ehf.

Innkaupasérfræðingur
Set ehf. |

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Bókari
Atlas Verktakar ehf

Við leitum að hressum sölu- og þjónustufulltrúum
Síminn

Markaðsstjóri BM Vallá
BM Vallá

Fulltrúi á skrifstofu óskast / 50% staða
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins

Viðskiptastjóri á innanlandssviði
Eimskip

Ráðgjafi í kjara- og réttindamálum
Sameyki

Tollmiðlari
Aðföng

Starfsmaður á sviði stjórnmála, menningar og samskipta
Norska sendiráðið