Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í rannsóknum og gerð Rb blaða

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á öfluga miðlun upplýsinga, árangursríkt samstarf við hagaðila og nýsköpun á byggingarmarkaði?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugu starfsfólki í teymi starfsumhverfis mannvirkjagerðar. Teymið vinnur m.a. að því að efla og samhæfa rannsóknir og prófanir í húsnæðis- og mannvirkjagerð á Íslandi í gegnum samstarfsvettvanginn Burð. Það veitir hagaðilum stuðning til að ná árangri við að uppfylla grunnkröfur um mannvirki. Einnig tekur teymið þátt í endurskoðun byggingarreglugerðar og vinnur að því að draga úr kolefnislosun á íslenskum byggingamarkaði.

Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru framundan við þróun á starfsumhverfi mannvirkjagerðar í takt við hlutverk og framtíðarsýn stofnunarinnar.

HMS óskar eftir að ráða sérfræðing í mannvirkjagerð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka við gerð og þróun Rb blaða, m.a. í samstarfi við fagaðila utan HMS
  • Þátttaka í verkefnum samstarfsvettvangsins Burðar[ÞS1] , m.a. Aski mannvirkjarannsóknasjóði
  • Þátttaka í að byggja upp þekkingu á prófunum byggingarvara á Íslandi
  • Styðja við aukna endurnotkun byggingarvara og aðra hringrás í mannvirkjagerð
  • Gerð og miðlun fræðsluefnis um mannvirkjagerð
  • Svara tæknilegum fyrirspurnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á byggingasviði, s.s. verkfræði, tæknifræði, byggingafræði, eða arkitektúr er skilyrði
  • Reynsla af byggingaframkvæmdum og hönnun er kostur
  • Reynsla af rannsóknum og / eða prófunum er kostur
  • Þekking á faggildingum er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
  • Gott vald á íslensku og ensku
Utworzono ofertę pracy16. December 2025
Termin nadsyłania podań8. January 2026
Znajomość języków
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe