
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Sérfræðingur í gagnaöryggi og gervigreind
EFLA leitar að öflugum sérfræðingi í upplýsingaöryggi með sérhæfingu í Microsoft Purview og gervigreind. Viðkomandi mun bera ábyrgð á upplýsingaöryggi og viðhaldi á ISO27001 staðlinum, ásamt því að leiða notkun og þróun á Microsoft Purview og nýta gervigreindarlausnir til að efla öryggi og rekjanleika gagna innan fyrirtækisins. Starfið krefst mikillar nákvæmni, frumkvæðis og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með upplýsingaöryggi EFLU og dótturfélaga erlendis
- Viðhald og endurskoðun á ISO27001 öryggisstaðli
- Stýring og þróun á Microsoft Purview-lausnum
- Þróa og kortleggja tækifæri tengt notkun á gervigreind
- Nýting gervigreindarlausna í gagnavinnslu
- Greining og mat á öryggisáhættu, ásamt ráðgjöf til stjórnenda
- Þjálfun og fræðsla starfsfólks í öryggismálum og gervigreind
- Viðbrögð við öryggisatvikum og samvinna við innri og ytri aðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af stjórnun upplýsingaöryggis
- Þekking á Microsoft Purview og tengdum lausnum
- Þekking á ISO27001 staðlinum og reynsla af viðhaldi
- Reynsla af notkun gervigreindarlausna í gagnavinnslu er mikill kostur
- Góð samskipta- og leiðtogahæfni
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur
- Reynsla af áhættumati og viðbrögðum við öryggisatvikum er kostur
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Utworzono ofertę pracy17. October 2025
Termin nadsyłania podań26. October 2025
Znajomość języków
AngielskiWymagane
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
Sztuczna inteligencjaZarządzanie projektami IT
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

DBA
Rapyd Europe hf.

Forritari - Sjónvarp Símans
Síminn

Við leitum að hugbúnaðarprófara
Síminn

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.

Project Manager
Wisefish ehf.

Gervigreindarsérfærðingur / AI Specialist
Travel Connect

QA Analyst
CCP Games

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Microsoft Power Platform Sérfræðingur
ST2