Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í gæðarannsóknardeild

Við leitum að einstaklingi sem hefur gaman af vinnu á rannsóknarstofu og hefur getu til að skila af sér niðurstöðum í takt við tímalínur. Gæðarannsóknardeild er hluti af gæðasviði Coripharma ehf og sér um mælingar á hráefnum sem notuð eru í lyfjaframleiðslu, sem og mælingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Mælingar eru fjölbreyttar og viðkomandi þarf að geta tileinkað sér mismunandi mæliaðferðir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Mælingar á hráefnum og framleiðsluvöru (til dæmis HPLC, GC og PSD, ásamt fleiri mælingum)
  • Útreikningar og frágangur á rannsóknarniðurstöðum
  • Kvarðanir og eftirlit á tækjabúnaði rannsóknarstofunnar
  • Önnur almenn störf á rannsóknarstofunum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • B.Sc. í raunvísindum
  • Reynsla af HPLC, GC eða PSD mælingum (kostur)
  • Reynsla af vinnu í GMP gæðakerfum (kostur)
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Fríðindi

  • Mötuneyti

Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki með um 230 starfsmenn sem byggir á traustum grunni lyfjaþróunar og framleiðslu á Íslandi. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 22 lyfjum og er með 21 nýtt lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Utworzono ofertę pracy24. July 2025
Termin nadsyłania podań10. August 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Badania
Zawody
Tagi zawodowe