

Scheduling Analyst
Icelandair leitar að greinenda í flugáætlunarteymi (Scheduling Analyst) til að ganga til liðs við leiðakerfis- og flugáætlunardeild félagsins (Network Planning & Scheduling). Um er að ræða tímabundið starf í 12 mánuði, með möguleika á framtíðarstarfi.
Leiðakerfis- og flugáætlunardeild ber ábyrgð á þróun leiðakerfis Icelandair, utanumhaldi flugáætlunar og stýringu sætaframboðs í millilanda og innanlandsflugi. Deildin er hluti af sölu- og markakssviðs Icelandair og vinnur náið með tekjustýringu, sölu, rekstrarsviði og fjármálasviði.
Fluggeirinn er í stöðugri þróun og einnig deildin. Á síðustu árum hefur teymið tekið miklum framförum, innleitt bestunartól og þróað verkferla til að vinna þvert á teymi í ákvörðunartöku.
Sem Scheduling Analyst verður þú hluti af Scheduling teyminu sem sér um gerð og utanumhald flugáætlunar Icelandair. Þú munt gegna lykilhluterki í viðhaldi og bætingu flugáætlunarinnar til að hámarka nýtingu flugflota félagsins og rekstraráreiðanleika. Þetta hlutverk hentar einstaklega vel skipulögðum einstaklingi með skarpa athygli fyrir smáatriðum og hæfni til að finna skapandi lausnir við flóknum skipulagsáskorunum.
Ábyrgðarsvið:
- Þróa, viðhalda og besta flugáætlun Icelandair fyrir innanlands og millilandaflug
- Umsjón og birting flugáætlunar í flugrekstrar-, bókunar- og dreifikerfum
- Taka virkan þátt í þverfaglegri teymisvinnu sem snýr að árangursríkri stjórnun leiðarkerfis Icelandair
- Fylgjast með þróun á skorðum við flugáætlun og bregðast við tækifærum til betrumbóta
- Aðstoða við gerð arðsemisgreininga á breytingum á flugáætlun
- Samhæfing á flugáætlun og viðhaldi flugvéla
- Umsjón með flugáætlun systurfélaga Icelandair: Loftleiða og Icelandair Cargo
Hæfni og menntun:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Sterk greiningarhæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni, nákvæmi og hæfni til að stýra verkefnum
- Þekking af gagnagreiningu og flugáætlunargerð, helst úr fluggeiranum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Afar góð enskugunnátta, bæði skrifleg og munnleg er nauðsynleg
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið ásamt kynningarbréfi og ferilskrá sem fyrst.
Umsóknir verða skoðaðar þegar þær berast og lokað verður fyrir umsóknir þegar ráðið hefur verið í stöðuna.
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
***
Icelandair is seeking a Scheduling Analyst to join the Network Planning & Scheduling department. This is a 1-year temporary position, with the potential of becoming permanent.
Network Planning & Scheduling is responsible for developing Icelandair’s route network, maintaining the flight schedule, and managing seat capacity across our international and domestic operations. The team is part of Icelandair’s Commercial Division and works closely with colleagues in Revenue Management, Sales, Operations, and Finance.
The aviation industry is constantly evolving and so are we. The Network Planning & Scheduling team has undergone significant transformation in recent years, adopting advanced optimization tools and a highly collaborative, flexible working culture. This role offers the chance to work in a fast-paced environment where analytical skills, attention to detail, and cross-functional communication are essential.
As a Scheduling Analyst, you’ll be part of the scheduling team within Network Planning & Scheduling. You’ll play a key role in maintaining and improving Icelandair‘s flight schedules to maximise fleet utilisation and operational robustness. This role is ideal for someone with strong attention to details and a knack for finding innovative solutions to complex scheduling challenges.
Responsibilities:
- Develop, maintain, and optimize Icelandair’s schedule across the international and domestic network to maximize profitability and operational efficiency, while accounting for stakeholder constraints and priorities.
- Assist in building business cases for schedule changes or new flight opportunities
- Support forward-looking schedule monitoring, identifying potential conflicts or capacity constraints
- Contribute to cross-functional projects to improve scheduling processes and tools
- Oversee the publication of Icelandair’s schedule across flight information systems, booking platforms, and distribution channels
- Coordination of flight schedule and aircraft maintenance, both short- and long-term
- Schedule management for Icelandair subsidiaries: VITA, Loftleiðir and Icelandair Cargo
- Supervision, testing and production management of partner-operated flights (codeshare)
Qualifications:
- University degree fit for purpose
- Strong analytical skills and attention to detail
- Pro-activity, organization, precision, and the ability to manage projects
- Experience with data analysis and scheduling, ideally within the airline or transportation sector
- Knowledge of flight information systems and/or booking systems is beneficial
- Ability to communicate effectively with both technical and non-technical stakeholders
- Fluency in English, both written and spoken
Icelandair‘s policy promotes equality and diversity among employees and encourages individuals of all genders to apply.
If you are interested in the role, we encourage you to apply with your CV and cover letter at your earliest convenience.
We will review applications as they come in and close for new applications once the role has been filled.

