

Samfélagsmiðla- og markaðsfulltrúi
Lyf og heilsa leitar að öflugum og skapandi liðsfélaga
Samfélagsmiðla- og markaðsfulltrúi er hluti af markaðsteymi félagsins og vinnur að fjölbreyttum verkefnum undir stjórn markaðs- og sölustjóra Lyf og heilsu. Starfið krefst þekkingar á samfélagsmiðlum og stafrænni miðlun ásamt framúrskarandi samskiptahæfni sem nýtist í starfi.
Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
Almennt ábyrgðarsvið og helstu verkefni:
• Umsjón með samfélagsmiðlum félagsins.
• Hugmynda- og textavinna ásamt efnisgerð fyrir samfélagsmiðla.
• Þátttaka í innri og ytri markaðsaðgerðum.
• Umsjón og þróun á vildar- og markpóstakerfi.
• Aðkoma að markaðsherferðum og viðburðum.
• Þjónusta og stuðningur við verslanir.
• Ásýnd verslana.
• Önnur verkefni.
Kröfur um menntun og reynslu
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
• Reynsla af markaðsmálum æskileg.
• Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
• Mikil skipulagshæfni, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
• Sköpunargleði, frumkvæði og metnaður.
Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigði og lífsgæða.












