
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar framleiðir ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur leggur líka ríka áherslu á rannsóknir og nýsköpun til að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði.
Vernda, styrkja og endurheimta er grunnstefið í umgengni ON við náttúruna og er stolt starfsfólksins.
Orka náttúrunnar hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Mörg skref hafa verið tekin í þá átt og hafa sömuleiðis mörg verkefni, sem unnin eru í samstarfi við okkar fremsta vísindafólk, hlotið verðskuldaða athygli víða um heim.

Rafvirki á rafmagnsverkstæði ON
Við leitum að liðsauka í teymið okkar á rafmagnsverkstæði ON sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í rekstri, eftirliti og viðhaldi búnaðar á virkjanasvæðum okkar á Hellisheiði, Nesjavöllum og Andakíl.
Í virkjunum okkar framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Ef þú ert með ríka öryggisvitund og býrð yfir metnaði, frumkvæði og útsjónarsemi þá viljum við heyra frá þér.
Boðið er upp á akstur frá höfuðstöðvum ON í Reykjavík, Þorlákshöfn og frá Selfossi/Hveragerði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í nýframkvæmdum á virkjanasvæðum ON
- Bilanagreiningar og ástandsskoðanir
- Umsjón og eftirfylgni með störfum verktaka
- Viðhaldsverkefni sem tengjast raforkuframleiðslukerfum og húskerfum virkjana
- Lykilhlutverk við að viðhalda sterkri öryggismenningu ON
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af iðnaðarrafmagni, s.s. úr stóriðju, virkjunum eða sambærilegu er kostur
- Reynsla af smá- og háspennu er sömuleiðis kostur
- Rík öryggisvitund er skilyrði
- Frumkvæði, lausnarmiðuð hugsun og jákvæðni
- Sveinspróf í rafvirkjun er skilyrði
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá.
Utworzono ofertę pracy22. August 2025
Termin nadsyłania podań7. September 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Nesjavallavirkjun 170925, 801 Selfoss
Hellisheiðarvirkjun
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
ElektronikaDystrybucja energii elektrycznejMechanika elektrycznaElektrykaElektryka
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Vélfræðingur
Veitur

Viltu ganga til liðs við vélaverkstæði ON?
Orka náttúrunnar

Tæknimaður á verkstæði / Raftæki
Raftækjaverkstæðið

Rafmiðlun leitar eftir rafvirkjum sem hafa áhuga á að slást í hópinn okkar?
Rafmiðlun hf.

Tæknimaður - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa

Vilt þú gæta að öryggi fjarskipta?
Míla hf

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Rafvirkjar
ÍAV

Tengdu þig við okkur - rafvirki í Stykkishólmi
Rarik ohf.

Vélvirki á vélaverkstæði
Klettur - sala og þjónusta ehf

Rafvirki í rafveitu
Norðurál