

Ráðgjafi í barnavernd
Viltu taka þátt í að veita góða barnaverndarþjónustu?
Helstu verkefni barnaverndarþjónustunnar eru meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgd þeirra, auk þess að sinna bakvöktum í málum er varða barnavernd. Áhersla er lögð á gott samstarf við aðila sem koma að málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Í Mosfellsbæ er metnaðarfullt barnaverndarstarf og leitast er við að vinna að faglegum nýjungum sem gagnast fjölskyldum, eins og hugmyndafræði Signs of Safety. Ráðgjafi í barnavernd tekur þátt í starfi í þágu farsældar barna, sem málstjóri farsældar þegar það á við, sem og starfar að aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar Börnin okkar.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Starfið felur í sér alla almenna vinnslu barnaverndarmála, svo sem könnun og utanumhald um meðferð máls, fósturmál, vistanir, bakvaktir og fleira.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi við barnavernd er skilyrði. Starfsréttindi eða meistarapróf í félagsráðgjöf er kostur.
Þekking á og reynsla af starfi við barnavernd er skilyrði.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði, samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði
Geta til að vinna undir álagi er skilyrði
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði
islandzki
Angielski







