

Náms- og starfsráðgjafi - Félagsráðgjafi
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa eða félagsráðgjafa til þess að starfa með nemendum. Í skólanum eru um 450 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 90 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu.
Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda menntastefnu Garðabæjar. Læsi skipar stóran sess og þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is
- Að standa vörð um nám og velferð nemenda
- Að vera trúnaðarmaður og talsmaður nemenda
- Að veita ráðgjöf varðandi samskipti, líðan og ástundun
- Að sitja í nemendaverndarráði og vinna með öðrum fagaðilum
- Að stýra samskiptateymi skólans og vinna með samskiptamál
- Að taka þátt í forvarnarverkefnum skólans
- Starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi eða starfsréttindi sem félagsráðgjafi
- Reynsla af starfi með börnum
- Áhugi á og þekking á vinnu með félagsfærni nemenda
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Ábyrgðarkennd, sveigjanleiki og skipulagshæfileikar
- Faglegur metnaður
Starfsmenn sveitarfélagsins fá hreyfistyrk, frítt í sund, á bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.












