Leikskólinn Rauðhóll
Leikskólinn Rauðhóll

Leikskólastjóri Rauðhóll

Rauðhóll er staðsettur í Norðlingaholti og er í nálægð við Rauðavatn, Elliðaárdal, Heiðmörk og Rauðhóla. Nærumhverfi skólans býður upp á fjölbreytta möguleika til skapandi og skemmtilegs útináms fyrir börn og starfsfólk.

Leikskólinn er 10 deilda leikskóli þar sem starfa hátt í 80 starfsmenn með margvíslega menntun og reynslu. Starfstöðvar leikskólans eru þrjár, Litir v/Sandavað 7 þar sem yngstu börnin hefja leikskóla, Ævintýri v/Árvað 3 þar sem tveir elstu árgangar leikskólans eru við leik og störf og Skógarhúsið í Björnslundi v/Elliðabraut 26 þar sem börnin fá öll tækifæri til fjölbreytni í útinámi.

Rauðhóll hefur vaxið jafnt og þétt í þau 19 ár sem hann hefur verið starfræktur. Umhyggja, gleði, húmor og samkennd einkennir starfsandann. Þar er lögð ríka áherslu á símenntun og starfsfólk fær tækifæri til að nýta eigin styrkleika þannig að það nái að blómstra í starfi. Þetta skilar sér í framúrskarandi leikskólastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða,aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar.
  • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
  • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn.
  • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum.
  • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
  • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
  • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.

Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntunog leyfisbréf kennara.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Sjálfstæði og frumkvæði.
  • Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf.
  • Íslenskukunnátta C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Utworzono ofertę pracy29. January 2026
Termin nadsyłania podań5. February 2026
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Sandavað 7, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe