

Lágafellsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum
Lágafellsskóli leitar að stuðningsfulltrúum til að slást í hóp öflugra starfsmanna skólaárið 2025-2026. Ráðið er í störfin frá 21.ágúst 2025.
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar.
Stuðningsfulltrúar aðstoða nemendur í leik og starfi og sinna gæslu nemenda í matsal og á skólalóð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemanda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
Um hlutastörf er að ræða en möguleiki á fullu starfi í samstarfi við Frístund Lágafellsskóla.
Vinnutími stuðningsfulltrúa er almennt frá kl. 08:00 - 13:20/14:45.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
- Sinnir frímínútnagæslu og aðstoðar í matsal.
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu.
- Reynsla og þekking sem nýtist í starfi
- Áhugi á að vinna með börnum
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta












