
Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta var stofnað árið 1986 og hefur verið í rekstri allar götur síðan. Félagið rekur fjórtán breiðþotur af gerðinni Boeing 747-400. Höfuðstöðvar félagsins eru staðsettar á Íslandi en flugrekstur á sér stað víða um heiminn.
Félagið sérhæfir sig í leigu á flugvélum ásamt áhöfnum til annara flugfélaga og gætir þess að flugleiðir viðskiptavina okkar séu starfræktar á öruggan og hagkvæman hátt.

Integrated Operations Control Center
Air Atlanta Icelandic leitar að árangurs- og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í teymi innan Integrated Operations Control Center.
Verkefni sem teymið sinnir eru meðal annars; undirbúningur, skipulagning og eftirlit með flugrekstri, bókanir á ferðalögum og skipulagning áhafna. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæð vinnubrögð en eiga jafnframt auðvelt með að vinna í teymi.
Deildin er starfrækt allan sólarhringinn, unnið er á 12 tíma vöktum á vaktafyrirkomulagi 2-2-3.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af flugumhverfi æskileg
- Frumkvæði og jákvætt hugarfar
- Geta til að starfa undir álagi og tímapressu
- Góð færni í samskiptum og drifkraftur
- Mjög gott vald á ensku í ræðu og riti
- Mjög góð tölvukunnátta, þ.e. Outlook, Word, Excel
Utworzono ofertę pracy16. April 2025
Termin nadsyłania podań27. April 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (1)