

Hópstjóri innheimtu
Festi leitar að einstakling til að leiða innheimtu fyrir Festi og öll dótturfélög þess. Um er að ræða framtíðarstarf í skemmtilegu umhverfi.
Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Starfsemi móðurfélagsins snýr að fjárfestingum og stoðþjónustu við dótturfélögin, ELKO, Krónuna, N1, Lyfju, Yrki fasteignir og Bakkann vöruhótel.
Helstu verkefni
- Hönnun og yfirsjón með innheimtuferlum
- Dagleg innheimtustörf
- Þátttaka í umbótum og einföldun verkferla
- Samskipti við viðskiptamenn og þjónustuaðila
- Skýrslugerð og upplýsingagjöf
Hæfnis- og menntunarkröfur
- Reynsla af innheimtustörfum eða sambærilegum verkefnum er skilyrði
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvætt viðmót
- Háskólanám í viðskiptafræði, lögfræði eða önnur sambærilegt menntun
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Festi leggur áherslu á að skapa spennandi og líflegt starfsumhverfi þar sem hæfileikar einstaklingsins fá að njóta sín. Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmis konar heilsueflandi þjónusta í boði í velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni, Lyfju og N1.
Nánari upplýsingar veitir Andri Kristinsson, forstöðumaður innheimtu og fjárstýringar, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2026.
Angielski
islandzki
