

Háskólamenntaður starfsmaður á erfða- og sameindalæknisfræðideild
Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Starfshlutfall er 100% og er vinnutími er frá kl. 8-16, virka daga. Upphaf starfa er samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Deildin heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Á deildinni starfa um 40 manns í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Umsjónarmaður háafkastaraðgreininga (NGS)
- Þjónusturannsóknir í sameindaerfðafræðirannsóknum og önnur verkefni tengd starfsemi deildarinnar
- Skil á svörum samkvæmt stöðluðum aðferðalýsingum og viðeigandi verklagsreglum
- Að stuðla að faglegu starfi, gæðum og framförum í rannsóknum innan deildarinnar
- Háskólapróf í náttúrufræði, lífeindafræði, lífefnafræði, líffræði eða sambærilegum greinum
- Íslenskt starfsleyfi náttúrufræðings eða lífeindafræðings í heilbrigðisþjónustu
- Sérmenntun og/ eða starfsreynsla á sviði erfðarannsókna æskileg
- Reynsla af vinnu við klínískar rannsóknir í erfðafræði æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
- Hæfni til að starfa í teymi
- Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í mæltu og rituðu máli










































