
Slippurinn Akureyri ehf.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Flokkstjóri – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri leitar að reyndum flokkstjóra til að leiða hóp starfsmanna í ýmsum verkum tengdum skipaþjónustu félagsins. Ef þú vilt vera hluti af fyrirtæki í spennandi þróun, þá er þetta tækifæri fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og stjórnun verkamanna á verkstað.
- Þátttaka í daglegum verkefnum og ábyrgð á framvindu þeirra.
- Samræming og stjórnun verkferla.
- Viðhalda öryggisreglum á vinnusvæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af stjórnun eða flokkstjórn æskilegt.
- Búa yfir frumkvæði og skipulagshæfni.
- Færni í að vinna í teymi og með fólki.
- Öryggisvitund og geta til að tryggja að tryggja öryggi á vinnustað.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
Utworzono ofertę pracy22. May 2025
Termin nadsyłania podań5. June 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Rodzaj pracy
Kompetencje
Zdolności kierowniczeInterakcje międzyludzkieAmbicjaSumiennośćSamodzielność w pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Málari – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri ehf.

Pökkun kvöldvakt, Akureyri
Kjarnafæði Norðlenska hf.

Verkstjóri í beðahreinsun
Hreinir Garðar ehf

Bifvélavirki / Mechanic - Summer job (May - Oct)
Lotus Car Rental ehf.

Viðskiptastjóri hjá Kríta með áherslu á byggingariðnað
Kríta

Flotlagnir óska eftir starfsmanni.
Flotlagnir ehf

Vinna í framleiðslu / Production job
Freyja

Sumar vinna / Summer job
Matfugl

Flokkstjóri við Vinnuskóla
Sumarstörf - Kópavogsbær

Aðstoðarmaður
Stólpi trésmiðja

Laus störf flokkstjóra í vinnuskóla
Sveitarfélagið Vogar

Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið