
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car
Dive.is
Flybus
Garðaklettur
Hópbifreiðar Kynnisferða
Icelandic Mountain Guides
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Ferðasérfræðingur - hópadeild
Ferðaskrifstofa Icelandia leitar að söludrifnum og skipulögðum einstaklingi með mikla samskiptahæfileika í starf ferðasérfræðings í hópadeild. Ferðasérfræðingur ber ábyrgð á tilboðsgerð og bókunum fyrir viðskiptavini og svarar hvers konar fyrirspurnum sem koma í söludeildina.
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tímabundna stöðu fram á haust.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta með áherslu á hópa- og sérferðir.
- Undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla ferða.
- Önnur tilfallandi sölutengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.
- Víðtæk þekking á staðháttum á Íslandi ásamt framboði á þjónustu og afþreyingu.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
- Mjög góð skipulags- og samstarfshæfni.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
- Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
Utworzono ofertę pracy26. May 2025
Termin nadsyłania podań1. June 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
Interakcje międzyludzkieKomunikacja telefonicznaKomunikacja przez e-mailSamodzielność w pracyOrganizacjaSprzedażÞekking staðhátta á Íslandi
Odpowiada
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (11)

Temporary - Móttaka / Front Desk
Rent.is

Þjónustufulltrúi í Þjónustu- og Söluver í Reykjavík
Hvammsvík Sjóböð ehf

Aksturstjóri / Flotastýring
ME Travel ehf.

Viðskiptastjóri
GoNorth

Fulltrúi í hópadeild
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - GJ Travel

Car Wash – Avis car rental, Keflavík
Avis og Budget

Markaðsstjóri
Deluxe Iceland

Sala & Umsjón í Norðurlöndunum
Luxury Adventures

Day shift Receptionist & Housekepeer
Hótel Leifur Eiríksson

Customer Support Specialist
Key to Iceland

Bílstjóri óskast
Íshestar