
Ertu þjónustulipur, lausnamiðaður og til í að hafa áhrif?
Ert þú hress og jákvæð manneskja sem nýtur þess að hjálpa?! Sjúkratryggingar auglýsa laust starf í þjónustumiðstöð stofnunarinnar!
Við leitum að hressum og kraftmiklum fulltrúa til starfa í þjónustumiðstöð stofnunarinnar. Í starfinu felst símsvörun, afgreiðsla í gegnum netspjall, bein afgreiðsla og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, góðri tölvukunnáttu, sjálfstæði í starfi og vera fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti. Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.
- Almenn upplýsingagjöf
- Verkefni tengd þjónustu við viðskiptavini og starfsemi innan Sjúkratrygginga
- Ábyrgð á daglegum verkefnum deildar samkvæmt verklagi
- Önnur tilfallandi verkefni
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og rík þjónustulund
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Vönduð og áreiðanleg vinnubrögð
- Umbótaþenkjandi hugsun og geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hóp
- Góð almenn tölvukunnátta (tölvulæsi, geta til að vinna í margvíslegum kerfum)
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti
- Gott vald á ensku í ræðu og riti
- Reynsla af skrifstofustörfum tengd samskiptum og þjónustu við einstaklinga er kostur













