

Bókari
Viltu starfa með öflugu teymi starfsfólks sem sinnir lykilverkefnum í fjármálum og bókhaldi? Við leitum að vandvirkum og lausnamiðuðum bókara sem hefur áhuga á að vinna í fjölbreyttu og faglegu umhverfi þar sem nákvæmni og samvinna skipta máli. Bókari ber ábyrgð á bókun reikninga og afstemmingarvinnu efnahagsliða hjá Isavia ohf. og dótturfélögum.
Helstu verkefni
- Móttaka og skráning reikninga
 - Almennar bókhaldsfærslur
 - Afstemmingarvinna
 - Ýmis tilfallandi bókhaldsverkefni
 
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af bókhaldi skilyrði
 - Þekking á BC bókhaldskerfi er kostur
 - Samstarfshæfni og jákvætt hugarfar
 - Frumkvæði og umbótahugsun
 - Góð þekking á að nýta tæknilausnir til að bæta verkferla
 
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 17.nóvember 2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Erla Albertsdóttir, í gegnum netfang [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, óháð kyni og uppruna, að sækja um.
- Líkamsræktarstyrkur
 - Velferðarþjónusta
 - Öflugt starfsmannafélag
 
islandzki
Angielski










