

Backend Developer með Full-Stack færni
Straumlind leitar að öflugum bakenda forritara sem einnig hefur færni í framendaþróun. Við leitum að einstaklingi sem hefur jákvætt viðhorf, lausnamiðaða hugsun og frumkvæði. Við leitum að sérfræðing í bakenda sem getur tekið ábyrgð á lykilkeyrslum og unnið að þróun rafrænna lausna.
Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um!
Ef þú hefur áhuga á að vinna í framsæknu og skemmtilegu umhverfi þar sem áskoranir og nýsköpun eru í fyrirrúmi, þá viljum við heyra frá þér!
· Viðhald og þróun bakendakerfa, með áherslu á kerfis rekstur og gagnavinnslu
· Þróun á rafrænum þjónustum fyrir viðskiptavini
· Geta til að sinna afleysingum í tölvurekstri ef þörf krefur (vera „N+1“ aðili)
· Samhæfing og ábyrgð á lykilkeyrslum tölvukerfis
· Aðstoð og verkefnastýring framendaverkefni þegar þörf er á
· Góð reynsla í bakenda forritun (C# / .NET Core)
· Færni í SQL og gagnagrunnshönnun (MS SQL Server)
· Reynsla af reikningakerfum eða greiðslukerfum er kostur
· Þekking á Azure eða sambærilegri skýjalausn
· Skilningur á API-þróun og samþættingum
· Grunnfærni í framendaþróun (React / Next.js er kostur)
· Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
Sveigjanlegt vinnuumhverfi í Grósku með áherslu á vöxt og þróun - Spennandi og krefjandi verkefni í orku- og greiðslukerfum - Hádegismatur og íþróttastyrkur - Tækifæri til að hafa áhrif á rekstur og þróun kerfa

