
Akraborg ehf.
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg var stofnuð á Akranesi árið 1989. Í rúm 20 ár hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.
Fyrirtækið gekk á síðastliðnum árum gegnum mikið endurnýjunarferli og útlitsbreytingu og hlaut að því tilefni nýtt nafn og nýtt merki, Akraborg (kennitala hélst óbreytt). Merki Akraborgar vísar til verksmiðju sem staðsett er við og vinnur úr hafinu en rauði liturinn stendur fyrir þann eldmóð og kraft sem í starfsfólkinu býr.
Hjá Akraborg starfa í dag um 37 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorsklifur eru aðrar vörutegundir s.s.þorsklifarapaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.
Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið.
Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim s.s. Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.
Akraborg hefur MSC rekjanleikavottun fyrir Atlantshafs þorsk. C-TUN-1008.
Akraborg kaupir þorsklifur, skötuselslifur og annað hráefni hringinn í kringum landið af smábátum, útgerðum, fiskvinnslum og slægingarstöðvum. Hráefnið kaupum við á staðnum og borgum flutningskostnað á Akranes.

Almennur starfsmaður
Akraborg er leiðandi í framleiðslu á hágæða matvælum og gæludýraafurðum. Við erum að leyta eftir samviskusömum starfskrafti til almennra starfa í framleiðslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þú munt vera hluti af öflugu teymi í framleiðslu niðursoðinna matvæla. Starfið er fjölbreytt og er möglueiki á starfsþróun fyrir rétta aðilann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Reynsla af starfi í matvælavinnslu kostur.
- Lyftararéttindi kostur.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, mikið frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Jákvætt viðhorf, þjónustulund og lipurð í samskiptum.
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Frábært mötuneyti og íþróttastyrkur
Utworzono ofertę pracy8. May 2025
Termin nadsyłania podań7. June 2025
Znajomość języków

Opcjonalnie

Wymagane
Lokalizacja
Kalmansvellir 6, 300 Akranes
Rodzaj pracy
Kompetencje
Szybko się uczęBez kryminalnej przeszłościPozytywne nastawienieSumiennośćPunktualnośćElastycznośćPraca zespołowapraca pod presją
Zawody
Oznaczenia
Podobne oferty pracy (12)

Framtíðarstarf í Fiskeldi
Stolt Sea Farm Iceland hf

Vilt þú vera sérfræðingur í uppsetningu öryggisgirðinga?
Girðir, Verktakar ehf

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

FMS Grindavík - Almennt starf
FMS hf

Starfsmenn í seiðaeldi
Thor landeldi ehf.

Alhliða störf í eignaumsýslu - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Verkamenn
Berg Verktakar ehf

Starf í matvælaframleiðslu
Skólamatur

Starfsmaður óskast
Þurrkþjónustan ehf

Starfsfólk með reynslu - employees with experience
Vilji Fiskverkun ehf

Starfsmaður í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Sumarvinna - Höfuðborgarsvæðið
Terra hf.