
Aðstoðarmanneskja í bókhaldi á ferðaskrifstofu
Eskimos Iceland leitar að aðstoðarmanneskju í bókhaldi
Ef þú ert einstaklingur sem hefur áhuga á að taka fyrstu skrefin í bókhaldi og er tilbúin/n að læra nýja hluti, þá er þetta frábært tækifæri fyrir þig!
Viðkomandi kemur til með að vinna náið með aðalbókara fyrirtækisins. Spennandi starf á vinnustað sem er í miklum vexti.
Kjörið tækifæri fyrir aðila sem hefur nýlokið námi og hefur áhuga á að taka sín fyrstu skref í bókhaldi.
Viðkomandi verður kennt undirstöðuatriði í bókhaldi ef þörf er á.
Um fyrirtækið:
Eskimos er ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem samanstendur af metnaðarfullu og fjölbreyttu teymi. Við vinnum saman að því að skapa ógleymanlegar ferðir fyrir gesti okkar, með áherslu á sveigjanleika, fagmennsku og góð samskipti. Virkilega skemmtilegur vinnustaður með góðum starfsanda.
- Yfirferð og bókun reikninga
- Afstemmingar og almenn bókhaldsverkefni
- Samskipti við birgja og samstarfsfólk
- Ýmis tilfallandi verkefni
- Grunnþekkingu á bókhaldi (æskilegt)
- Reynsla af bókhaldi er kostur
- Samviskusöm, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Góð færni í excel og almenn tölvukunnátta
- Þekking á DK bókhaldskerfi er kostur
- Góð íslensku og ensku kunnátta













