Hagaskóli
Hagaskóli
Hagaskóli

Yfirmaður mötuneytis í Hagaskóla

Hagaskóli er safnskóli í Vesturbæ Reykjavíkur með rúmlega 600 nemendur í 8. til 10. bekk og um 80 starfsmenn. Spennandi starf í skóla þar sem lögð er áhersla á jákvæðan skólabrag, skapandi verkefni og leiðsagnarnám.Yfirmaður í mötuneyti skólans ber ábyrgð á matseld fyrir nemendur og starfsmenn. Lögð er áhersla á fjölbreyttan og hollan mat þar sem eldað er samkvæmt manneldismarkmiðum og notast er við viðmið skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Yfirmaður mötuneytis hefur yfirumsjón með matreiðslu, eftirliti, hönnun matseðla, frágangi í eldhúsi, samskiptum við birgja auk innkaupa á hráefni og bókhald. Nú standa yfir endurbætur á húsnæði Hagaskóla og meðal þess sem gert verður er að flytja mötuneytið. Því verður á næstu árum útbúið nýtt mötuneytiseldhús og þarf yfirmaður mötneytis að koma að undirbúningi þeirrar vinnu. Yfirmaður mötuneytis er yfirmaður starfsmanna í mötuneytinu og skipuleggur vinnu þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með gerð matseðla.
  • Að elda mat fyrir nemendur og starfsfólk.
  • Að taka tillit til ýmissa sérþarfa í mataræði.
  • Sjá um tilfallandi veitingar á fundum og viðburðum á vegum skólans.
  • Yfirumsjón með uppvaski og frágangi í eldhúsi og kaffiaðstöðu starfsmanna.
  • Jákvæð samskipti við börn og fullorðna.
  • Innkaup, samskipti við birgja, stjórnun og skipulag í mötuneyti í samvinnu við skólastjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla á sviði matreiðslu fyrir stóra hópa.
  • Þekking á rekstri mötuneyta.
  • Þekking á næringarfræði og fæðuofnæmi.
  • Framúrskarandi færni og lipurð í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði í starfi, reglusemi og stundvísi.
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanu
Fríðindi í starfi

Heilsuræktarstyrkur

Sundkort

Samgöngusamningur

Advertisement published3. September 2025
Application deadline10. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Fornhagi 1 Hagaskóli , 107 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags