
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Vörður leitar að liðsauka í teymi ökutækjatjóna
Við leitum að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í skoðanir og tjónamat á ökutækjum. Um er að ræða spennandi starf í öflugu teymi innan tjónasviðs sem þjónustar viðskiptavini sem lenda í ökutækjatjónum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta viðskiptavini með ökutækjatjón
- Tjónamat
- Kostnaðarmat og uppgjör tjóna
- Umsjón og samskipti við verkstæði
- Kaup og sala á bílum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýja tækni
- Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
- Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.
Advertisement published18. August 2025
Application deadline27. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsConscientiousCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags