Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

VISS, vinnu og hæfingarstöð á Selfossi óskar eftir að ráða leiðbeinanda í 80-100% stöðu.

VISS er vinnustaður sem tryggir vinnu og virkni úræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu ásamt því að veita persónulegan stuðning, einstaklingsmiðaða, sveigjanlega og faglega þjónustu. Fatlað starfsfólk á VISS er fjölbreyttur hópur sem á það sameiginlegt að þurfa stuðning í vinnunni.

Markmiðið með starfinu er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra ásamt öryggi þeirra á vinnustaðnum.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita starfsmönnum með fötlun aðstoð og leiðbeiningar er varðandi vinnu og virkni.
  • Veita starfsmönnum  með  fötlun persónulegan stuðning, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu.
  • Veita stuðning og umönnun með þarfir  starfsmannsins í huga.
  • Veita persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs.
  • Fylgja eftir einstaklings-/ þjónustuáætlunum og vinnuferlum.
  • Að undirbúa og framreiða  máltíðir VISS: Taka á móti mat fyrir hádegiverð og undirbúa fyrir framreiðslu samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðslueldhúsi
  • Skipuleggja og forgangsraða störfum sínum í samráði við viðkomandi yfirmenn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynslu af starfi með fötluðu fólki
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Almenn tölvu kunnátta æskileg
  • Íslenskukunátta
Advertisement published23. October 2025
Application deadline3. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Gagnheiði 39, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags