Domino's Pizza
Það ræður úrslitum fyrir alla starfsemi fyrirtækisins að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk. Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja mikla áherslu á að huga að starfsmannastefnu fyrirtækisins og leggja því áherslu á aðlaðandi starfsumhverfi og að skapa starfsmönnum aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi. Starfsmannastefnan byggist á þremur þáttum sem eru hverjum manni mikilvægir og stuðla að auknum þroska og uppbyggingu einstaklingsins.
Verslunarstjóri – Domino’s Akranesi
Við leitum að kraftmiklum leiðtoga með góða samskiptahæfni í starf verslunarstjóra í verslun okkar á Akranesi. Um er að ræða 70-100% starf.
Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónustulund og þarf að geta skapað og stýrt góðri liðsheild.
Hlutverk og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri verslunar
- Ábyrgð á starfsmannamálum
- Ábyrgð á þjálfun starfsfólks
- Talning og skýrslugerð
- Afgreiðsla í verslun
- Leysa úr óvæntum áskorunum sem upp geta komið í daglegum rekstri verslunar
- Ábyrgð á að ánægja viðskiptavina sé höfð að leiðarljósi við afgreiðslu þeirra
- Vinna markvisst að því að skapa jákvæðan starfsanda
Hæfnikröfur
- Reynsla af stjórnun hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtæki er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, samskiptahæfni og skipulagshæfni
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2025. Nánari upplýsingar veita Petra Marteinsdóttir rekstarstjóri (petra@dominos.is) og Bylgja Björk Pálsdóttir mannauðsstjóri (bylgja@dominos.is).
Advertisement published7. January 2025
Application deadline19. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodOptional
English
Very goodRequired
Location
Smiðjuvellir 32, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)