Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands

Verkefnisstjóri

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði leitar að metnaðarfullum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með áhuga á menningu og sögu í nýtt og spennandi starf verkefnisstjóra.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri Síldarkaffis, viðburðahaldi og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan umfangsmikils safns. Um er að ræða fullt starf, og krefst það sveigjanleika til að vinna utan hefðbundins dagvinnutíma í tengslum við viðburði og gestamóttökur.

Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel bæði sjálfstætt og í teymi, hefur skýra framtíðarsýn og nálgast verkefni af fagmennsku.

    Menntunar- og hæfniskröfur

    Hæfnikröfur

    • Menntun sem nýtist í starfi
    • Skipulagshæfni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum
    • Frumkvæði, jákvæðni, þjónustulipurð og góð samskiptahæfni
    • Geta til að vinna undir álagi og sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis
    • Áhugi á sögu, menningu og safnastarfi
    • Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumál kostur
    • Reynsla af rekstri, veitinga- eða viðburðahaldi kostur
    Fríðindi í starfi

    Við bjóðum

    • Einstakt starfsumhverfi í hjarta síldarsögunnar
    • Skemmtilegt og metnaðarfullt samstarfsfólk
    • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að þróa starfið
    Advertisement published18. March 2025
    Application deadline7. April 2025
    Language skills
    IcelandicIcelandic
    Required
    Very good
    EnglishEnglish
    Required
    Very good
    Location
    Snorragata 10, 580 Siglufjörður
    Type of work
    Professions
    Job Tags