UNICEF á Íslandi
UNICEF á Íslandi

Verkefnastjóri þátttöku barna

UNICEF á Íslandi auglýsir stöðu verkefnastjóra þátttöku barna lausa til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall. Við leitum að manneskju með reynslu af tómstunda- og félagsstarfi barna sem brennur fyrir mannréttindum og áhrifum barna og ungs fólks á samfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með ungmennaráði UNICEF á Íslandi (13 – 18 ára) 
  • Stuðningur við fulltrúa ungmennaráðs í stjórn samtakanna 
  • Stuðningur við ungliðastarf samtakanna (18 – 24 ára) 
  • Samstarf við börn og ungmenni á öðrum vettvangi 
  • Tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi UNICEF á sviði þátttöku barna 
  • Tekur þátt í öðrum tilfallandi verkefnum landsnefndarinnar á sviði innanlands-, kynningar- og fjáröflunarmála
    Menntunar- og hæfniskröfur
    • Menntun á sviði tómstunda- og frístundamála 
    • Þekking á mannréttindum og/eða reynsla af tengdri vinnu 
    • Reynsla af starfi með börnum  
    • Þekking á vernd barna (safeguarding) er kostur 
    • Reynsla af störfum ungmennaráða er kostur 
    • Reynsla af alþjóðalegu samstarfi 
    • Mikil félags- og samskiptafærni 
    • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
    • Gott vald á íslensku og ensku 
    Fríðindi í starfi
    • Samgöngu- og íþróttastyrkir 
    • Sveigjanlegur vinnutími 
    • Barnvænn og aðgengilegur vinnustaður 
    Advertisement published1. July 2025
    Application deadline25. July 2025
    Language skills
    IcelandicIcelandic
    Required
    Expert
    EnglishEnglish
    Required
    Advanced
    Location
    Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður
    Type of work
    Work environment
    Professions
    Job Tags