Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli

Vatnsendaskóli leitar að kennara í hönnun og smíði

Vatnsendaskóli leitar að jákvæðum og áhugasömum kennara í hönnun og smíði.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 570 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Leitað er eftir kennara í hönnun og smíði skólaárið 2025-2026.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í hönnun og smíði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi
  • Menntun og hæfni til að kenna hönnun og smíði.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg.
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.
  • Góð íslenskukunnátta. 
Advertisement published4. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.CarpenterPathCreated with Sketch.Punctual
Professions
Job Tags