Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Umsjónarmaður safna Menningarstofu Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð auglýsir starf umsjónarmanns safna Menningarstofu laust til umsóknar

Menningarstofu rekur Safnahúsið á Norðfirði sem hýsir Sjóminja og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar, Náttúrugripasafn Austurlands, Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminjasafn Austurlands, Íslenska Stríðsárasafnið og Frakkar á Íslandsmiðum.

Menningarstofu hefur sett sér markmið til næstu fimm ára um uppbyggingu safnanna í Fjarðabyggð þar sem lögð er áhersla á eflingu þeirra og er hafin uppbygging á endurnýjun Íslenska stríðsárasafnsins.

Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir varðveislu sagnaarfs sveitarfélagsins og safnastarfi.

Umsjónarmaður vinnur að fjölþættum og áhugaverðum verkefnum sem tengjast safnamálum í samstarfi við teymi starfsmanna menningarstofu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og framkvæmd á viðhaldi, uppfærslu og uppsetningu sýninga safna.
  • Umsjón og framkvæmd merkingu sýningarmuna og upplýsinga um þá.
  • Umsjón og framkvæmd á forvörslu muna í samræmi við starfsreglur.
  • Umsjón og eftirlit með sýningarhúsnæði og geymslum safna.
  • Umsjón með öryggisþáttum í rekstri húsnæðis og tryggir öryggi húsnæðis safna.
  • Annast móttöku og skráningu muna sem og umhald á aðfangabókum safna.
  • Vinnur að skráningu muna og ljósmyndum þeirra í viðeigandi kerfi.
  • Tekur á móti gestum á sýningar og aðstoðar við afleysingar eftir þörfum.
  • Skipuleggur fyrirkomulag opnunar og þjónustu safna með yfirmanni.
  • Veitir ráðgjöf og leiðbeinir til gefenda muna til safna.
  • Faglegur stuðningur og ráðgjöf um varðveislu.
  • Heldur utanum skráningu gesta safna og veitir upplýsingar um aðsókn.
  • Aðstoðar við miðlun upplýsinga um söfnin, merkingar þeirra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði safnafræða, upplýsingafræða eða sagnfræði er mikilvæg.
  • Víðtæk þekking og reynsla af safnastarfi er mikilvæg.
  • Reynsla skipulagningu og verkefnastjórnun er kostur.
  • Góð tungumálakunnátta, færni og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum.
  • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Sjálfstæði og frumkvæði.
  • Geta til að taka þátt í breytingum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Advertisement published12. January 2026
Application deadline1. February 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.DrivePathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags