Skatturinn - Tollgæsla Íslands
Skatturinn - Tollgæsla Íslands
Skatturinn - Tollgæsla Íslands

Tollverðir í Keflavík – lifandi störf í litríku umhverfi

Stöður tollvarða í Keflavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi sem henta traustu og ábyrgu fólki af öllum kynjum.

Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

Í tengslum við ráðningu tollvarða þurfa umsækjendur að þreyta inntökupróf/líkamsgetupróf en tímasetning þess verður gefinn upp um leið og umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið á vefslóðinni Inntökupróf | Skatturinn - skattar og gjöld.

Tollgæslan sér um eftirlit með inn- og útflutningi vara samkvæmt tollalögum. Eftirlitinu er ekki eingöngu framfylgt til að innheimta tolla og gjöld af vörum heldur einnig til þess að framfylgja öryggisráðstöfunum, umhverfissjónarmiðum, neytendavernd, hugverkarétti, menningar- og náttúruvernd.

Tollgæslan hefur eftirlit og stöðvar ólöglegan innflutning fíkniefna og annan ólöglegan innflutning. Tollgæslan hefur samvinnu í slíkum málum við lögreglu, landhelgisgæsluna og aðrar viðeigandi ríkisstofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnsla gagna.
  • Sérhæfðar leitir m.a. með gegnumlýsingarbúnaði, svo sem í farangri og í vörusendingum.
  • Almennt tolleftirlit á vettvangi svo sem í flugstöð, flugvélum, vöruhúsum og á hafnarsvæðum. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það.
  • Háskólamenntun er kostur.
  • Greiningarhæfileikar.
  • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
  • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskur ríkisborgararéttur.
  • Almenn ökuréttindi.
  • 20 ára aldurstakmark.
  • Hreint sakavottorð.
Advertisement published13. September 2024
Application deadline30. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Risk analysisPathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.Physical fitnessPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Conscientious
Work environment
Professions
Job Tags