Baugur
Baugur
Baugur

Þroskaþjálfi / Leikskólasérkennari

Í Baugi starfa milli 50 og 60 manns sem sameinast á hverjum degi um það að hafa gaman. Gleði er að okkar mati lykillinn að starfsánægju. Við höfum gert með okkur sáttmála sem stuðlar að vellíðan starfsfólks en skýr, skilvirk, hlý og jákvæð samskipti eru þar í forgrunni. Samvinna og metnaður til að gera vel sameinar okkur alla daga og skapar okkar frábæru liðsheild!

Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli með 143 börnum í Kórahverfi í Kópavogi. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Unnið er að innleiðingu Uppeldi til ábyrgðar en finna má nánari upplýsingar um leikskólann á http://baugur.kopavogur.is/

Vekjum athygli á nýjum nálgunum er varða bætt starfsumhverfi barna og kennara í leikskólum Kópavogs. Sjá nánar hér

Um er að ræða skemmtilegt og gefandi framtíðarstarf í frábærum hópi starfsfólks og barna. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur og leiðsögn barna með sérþarfir
  • Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
  • Gerð einstaklingsnámskráa og eftirfylgni
  • Sinna verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum
  • Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara sem finna má á http://ki.is
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af tákni með tali æskileg
  • Reynsla af vinnu með börnum með sérþarfir
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og frumkvæði í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika, stytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum

Advertisement published13. March 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Baugakór 36, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Flexibility
Work environment
Professions
Job Tags