
Tæki.is
Tæki.is er eitt af stærstu leigufélögum landsins. Við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu og tryggjum að þú finnir réttu vélina fyrir þitt verkefni. Með fjölbreyttu úrvali tækja og faglegri ráðgjöf hjálpum við þér að ná árangri

Þjónustustjóri - Verkstæði
Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi í starf þjónustustjóra verkstæðis. Starfið felur í sér daglega umsjón með verkstæðinu, skipulagningu verkefna, stjórnun starfsmanna og samskipti við viðskiptavini og innri teymi. Þú munt tryggja að viðhald og viðgerðir á tækjum og búnaði fari fram á öruggan og skilvirkan hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórna daglegum rekstri verkstæðis og tryggja góða verkferla.
- Skipuleggja verkefni og úthluta verkum til starfsmanna.
- Fylgja eftir viðhaldi og viðgerðum á tækjum og búnaði.
- Halda utan um birgðir, varahluti og innkaup.
- Tryggja öryggi og fylgja vinnuverndarreglum.
- Innleiða verklagsreglur og bæta ferla til aukinnar skilvirkni.
- Þjálfa og leiða teymið til árangurs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði vélbúnaðar eða tækni er kostur, t.d. bifvélavirki, vélvirki eða sambærilegt nám.
- Reynslu af verkstæðisstjórnun eða sambærilegu starfi.
- Þekking á viðhaldi tækja og vélbúnaðar er kostur.
- Skipulagshæfni, leiðtogafærni og lausnamiðuð hugsun.
- Góð tölvukunnátta og færni í skráningarkerfum.
- Góð Íslenskukunnátta og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Gild ökuréttindi, lyftararéttindi kostur.
- Meirapróf kostur.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt starf hjá öflugu fyrirtæki sem er hluti af Terra-samstæðunni.
- Samkeppnishæf laun og góð starfskjör.
- Öflugt starfsmannafélag með skemmtilegum viðburðum.
- Sterkt stjórnendateymi sem vinnur markvisst að því að sækja fram og þróa ferla.
- Tækifæri til að hafa áhrif og móta framtíð félagsins.
Advertisement published29. December 2025
Application deadline25. January 2026
Language skills
No specific language requirements
Location
Norðurhella 5, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Operations Engineer - Process
Climeworks

Production Surveillance Manager
Climeworks

Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf

Þjónusta og viðhald tækjabúnaðar
Fastus

Bílaþjónusta N1 leitar að liðsstyrk
N1

Suzuki utanborðsmótorar, hjól og bílar - Framtíðarstarf á þjónustuverkstæði Suzuki
Suzuki á Íslandi

Öflugur vélvirki/vélfræðingur í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi

Mössun, þrif og frágangur bíla
Bílastjarnan

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Þúsundþjalasmiður / tæknimaður
Gluggar og Garðhús

Vélfræðingur (Service Engineer)
GEA Iceland ehf.

Bifvélavirki / Bílasmiður
Hjólastillingar ehf