
KAPP ehf
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
KAPP er einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar. Helstu viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, smásölu, flutningum og í almennum iðnaði.
Hjá KAPP samstæðunni starfa um 90 starfsmenn og erum við með starfsöðvar á eftirfarandi stöðum: Kópavogi, Akranesi, Þorlákshöfn, Grundarfirði og Vestmannaeyjum og Seattle, Bandaríkjunum.

Þjónustumaður - Kæliþjónusta
KAPP óskar eftir að ráða vélvirkja, vélfræðing eða rafvirkja á þjónustusvið félagsins í starfsstöð fyrirtækissins í Kópavogi. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir krapakerfi, forkæla, frysta, sprautusöltunarvélar og ýmsar aðrar lausnir fyrir sjávarútveg og annan iðnað.
Félagið rekur öflugt renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn viðhaldsþjónusta og fyrirbyggjandi viðhald hjá viðskiptavinum
- Uppsetning á búnaði og lausnum KAPP hjá viðskiptavinum
- Eftirlit með kælibúnaði viðskiptavina
- Heimsóknir til viðskiptavina, innanlands sem og erlendis
- Viðhald og þjónusta á OptimICE® kæli- og krapakerfum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vélfræðingur, vélstjóri eða vélvirki, sveinspróf er æskilegt
- Geta til þess að ferðast innanlands sem og erlendis
- Þekking og reynsla af viðhaldsþjónustu og uppsetningum á vélakerfum og kælibúnaði
- Góð þjónustulund og jákvæðni
- Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Geta unnið undir álagi og reynsla af fjölbreyttu starfi kostur
Advertisement published1. December 2025
Application deadline19. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
ElectricianJourneyman licenseIndustrial mechanics
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Vélgæslumaður – Eftirlit og viðhald búnaðar í fyrirtæki okkar á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Þrymur hf Vélsmiðja : Vélaviðgerðir og þjónusta.
Vélsmiðjan Þrymur HF

Sérfræðingur í stjórnstöð
Landsvirkjun

Rafvirkjar og vélvirkjar / Electricians and Mechanics
Alcoa Fjarðaál

Vélvirki/Vélstjóri eða vanur vélamaður (Mechanic)
Ísfugl ehf

Starfsmaður á þjónustuverkstæði
SINDRI

Tæknimaður,viðgerðir,þjónusta Elevator/Installer/Technician
Íslandslyftur ehf

Vélfræðingur/Vélvirki
Veitur

Rafvirki
Veitur

Þjónusta og viðhald tækjabúnaðar
Fastus

Vélvirkjar með reynslu í skotbómulyfturum
N-Verkfæri ehf

Sérfræðingur á vinnuverndarsviði
Vinnueftirlitið