

Þjónustufulltrúi óskast hjá Hringdu!
Við auglýsum eftir framúrskarandi einstaklingi í þjónustuver Hringdu. Um er að ræða 100% starf. Aldurstakmark er 20 ár.
Starfið
Í starfinu felst að aðstoða viðskiptavini Hringdu við allt sem tengist okkar vörum og þjónustu. Þú sýnir jákvæðni, hugsar í lausnum, elskar mannleg samskipti og vilt umfram allt veita bestu þjónustuna!
Hvað ertu að fara gera?
- Aðstoða viðskiptavini með alls kyns tæknileg vandamál í tengslum við internet, farsíma & heimasíma
- Leysa einföld reikningamál
- Afgreiða pantanir og breytingar á þjónustum
- Eiga samskipti við okkar helstu þjónustuaðila
- Tækla ýmis önnur verkefni sem koma upp á
Ef þú hefur:
- Gaman af því að hjálpa
- Einhverja þekkingu á tækni & tölvum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góða samskiptahæfileika og mikla þjónustulund
- Frumkvæði og heiðarleika
Ættirðu að sækja um hjá okkur!
Þú getur skilað inn umsókn ásamt ferilskrá í Alfreð umsóknarkerfinu.
Um Hringdu
Hringdu er lítið en ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar geta unnið sig upp í starfi. Hér vinna fáar hendur mörg og mismunandi verk og er því starfið fjölbreytt, reynslumikið og ríkt af ábyrgð. Við fáum sendan mat í vinnuna fimm daga vikunnar og skálum alla föstudaga. Starfsmannafélagið Svaraðu sér fyrir góðu skemmtanalífi og hér elska allir kaffi, ketti & hunda.
Hringdu hefur hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndafyrirtæki VR árin 2017, 2018 og 2019 og sem Fyrirtæki ársins 2020, 2021, 2022 & 2024.
Ánægðustu viðskiptavinir í net- og símaþjónustu eru hjá Hringdu 2019, 2020, 2021, 2022, 2023 & 2024 samkvæmt Meðmælingu Maskínu.
- Símtækjastyrkur
- Nudd á vinnutíma
- Aðgangur að Hopp hjólum
- 7 tíma vinnudagur
- Net- og símaáskrift
- Líkamsræktarstyrkur













