
Center Hotels
Center Hotels er fjölskyldurekin hótelkeðja til yfir 20 ára.
Hótelin í Center Hotels keðjunni eru 8 talsins, öll staðsett í miðborg Reykjavíkur og bjóða upp á góða þjónustu, notaleg herbergi, veitingastaði, bari, heilsulindir, funda- og veislusali. Hótelin eru:
- Grandi by Center Hotels
- Miðgarður by Center Hotels
- Þingholt by Center Hotels
- Center Hotels Laugavegur
- Center Hotels Arnarhvoll
- Center Hotels Plaza
- Center Hotels Klöpp
- Center Hotels Skjaldbreið
Hjá Center Hotels starfa um 300 manns sem allt er hæfileikafólk á sínu sviði. Starfsfólk okkar býr yfir mismunandi menntun og reynslu en á það sameiginlegt að leggja metnað sinn í að sinna starfi sínu vel og leggja sitt af mörkum við að sinna gestum hótelanna eins vel og hægt er.
Við leggjum metnað okkar í að styrkja og stuðla að því að starfsfólki okkar líði vel í starfi og að þeim bjóðist sá möguleiki að vaxa og dafna innan starfsins og hótelkeðjunnar. Við bjóðum því upp á úrval námskeiða í okkar eigin Center Hotels skóla þar sem boðið er upp á ýmiss konar fræðslu, kennslu og öflugt íslenskunám.
Jafnrétti á vinnustað er okkur hjartans mál og höfum við lagt mikla áherslu á að hafa jafnræði og jafnrétti að leiðarljósi. Við vorum fyrst allra ferðaþjónustufyrirtækja að fá jafnlaunavottun BSI árið 2018 og hlutum við viðurkennningu Jafnvægisvogar FKA árið 2020 og 2021.
Nánari upplýsingar um hótelin okkar er að finna á www.centerhotels.is

Þjónn / Waiter
Center Hotels leitar að jákvæðum og duglegum einstaklingi í starf þjóns.
Vaktir eru 10-12 klukkutímar og fylgja 2-2-3 vaktaskipulagi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
-
Center Hotels is looking for a waiter with a positive attitude to join our team.
Work is scheduled according to a 2-2-3 shift-plan and each shift is 10-12 hours.
We are looking for someone who can start as soon as possible.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og samskipti við gesti.
- Afgreiða mat og drykki til gesta.
- Taka á móti og halda utan um allar greiðslur.
- Halda vinnustað snyrtilegum.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu.
-
- Provide good service and communication with guests.
- Serving food and drinks to guests.
- Take guest payments and make sure everything is correct in the register.
- Keep a tidy workstation.
- Other duties as listed in the job description.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla sem þjónn æskileg.
- Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Almenn þekking á barstörfum.
- Enskukunnátta nauðsynleg.
- Íslenskukunnátta mikill kostur.
- Jákvætt viðhorf.
-
- Previous experience as a waiter preferred.
- Communication skills and customer service oriented.
- Common knowledge on the bar is a good quality.
- English speaking is mandatory.
- Icelandic speaking is a bonus.
- Positive attitude.
Advertisement published11. August 2025
Application deadline24. August 2025
Language skills

Required
Location
Þverholt 14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Barþjónar og þjónar í sal
Den Danske Kro

KÁTIR ÞJÓNAR ÓSKAST (MEÐ SKÓLA)
ROK

Matreiðslumaður óskast
Matborðið

shift manager
Starbucks Iceland

Sölumaður á Blue Café / Salesperson at Blue Café
Bláa Lónið

Kaffibarþjónar Fullt starf
Caffe Adesso

Bartenders, Join Our Team at Public House Gastropub
Public House Gastropub

Afgreiðsla í Smáralind
Hjá Höllu

Yfirmanneskja í afgreiðslu - Bakarí
Brauðhúsið

Night shift Baker
Hygge coffee and micro bakery

Þjónar í sal
Ingólfsskáli veitingahús

Looking for chef! Start Now
Lava Veitingar ehf