Do you want to translate non-english job information to English?
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Talmeinafræðingur til skólaþjónustu

Skólaþjónusta Árborgar auglýsir lausa stöðu talmeinafræðings. Um er að ræða 0,9 stöðugildi sem tveir aðilar geta skipt á milli sín eftir nánara samkomulagi. Skólaþjónustan er hluti af fjölskyldusviði Árborgar þar sem mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf skóla-, velferðar- og frístundaþjónustu.

Skólaþjónustan sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks skóla og frístundar. Mikil áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, lausnaleit, þróun úrræða, öfluga skólaþróun, fræðslu og námskeið bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk skóla og frístundar.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa um 12.000 íbúar, þar af um 2300 börn í leik- og grunnskólum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf v/talmeina- og málþroskavanda barna
  • Skimanir, málþroska- og framburðargreiningar og talþjálfun barna
  • Fræðsla fyrir foreldra, börn og starfsfólk skóla
  • Vinna í þverfaglegu teymi á fjölskyldusviði
  • Þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik- og grunnskólum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám í talmeinafræðum og löggilding starfsheitis er skilyrði
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg
  • Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi æskileg
  • Lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagshæfni
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími, full vinnustytting, góður starfsandi, handleiðsla

Advertisement published25. March 2025
Application deadline4. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.