

Talmeinafræðingur til skólaþjónustu
Skólaþjónusta Árborgar auglýsir lausa stöðu talmeinafræðings. Um er að ræða 0,9 stöðugildi sem tveir aðilar geta skipt á milli sín eftir nánara samkomulagi. Skólaþjónustan er hluti af fjölskyldusviði Árborgar þar sem mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf skóla-, velferðar- og frístundaþjónustu.
Skólaþjónustan sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks skóla og frístundar. Mikil áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, lausnaleit, þróun úrræða, öfluga skólaþróun, fræðslu og námskeið bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk skóla og frístundar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa um 12.000 íbúar, þar af um 2300 börn í leik- og grunnskólum.
- Ráðgjöf v/talmeina- og málþroskavanda barna
- Skimanir, málþroska- og framburðargreiningar og talþjálfun barna
- Fræðsla fyrir foreldra, börn og starfsfólk skóla
- Vinna í þverfaglegu teymi á fjölskyldusviði
- Þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik- og grunnskólum
- Háskólanám í talmeinafræðum og löggilding starfsheitis er skilyrði
- Reynsla af starfi með börnum æskileg
- Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi æskileg
- Lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði
Sveigjanlegur vinnutími, full vinnustytting, góður starfsandi, handleiðsla
